Þátttakendatala nálgast áttatíu!

Skráningar hafa streymt inn nú rétt við gjalddagann og eru þátttakendur farnir að nálgast áttatíu! Endilega að ganga frá strax í dag ef þið eruð ekki þegar búin að því. Greiðsluupplýsingar hér neðar á síðunni. Ég var líka að setja inn fullt af myndum, bæði frá Siggu Bergmann og Gubba Stef. Það er allt að gerast! W00t


Muna að greiða fyrir 5. apríl

Kæru fermingasystkin. Við minnum á að frestur til að greiða fyrir fermingarafmælið rennur út á sunnudaginn eða 5. apríl. Ekki bíða lengur... borga núna! Við ætlum að gera þetta að öflugasta fermingarafmælinu hingað til. Þetta verður magnað fjör. Grease og diskó og allur pakkinn! Sem dæmi má nefna að Ingi Haralds mun fljúga alla leið frá Kaliforníu því kappinn ætlar ekki að missa af einu fermingarafmælinu enn. og alls ekki þessu! Þannig að við sem erum hér nær höfum litla afsökun.

Gjaldið er kr. 4800.-
Til að staðfesta þátttöku skal leggja inn á reikning í Sparisjóðnum í Keflavík:
1109-05-412472
kt. 051065-4849 

KOMA SVO!

AF GÖTURÆSISBOMBUM OG FLEIRA PAKKI!

Hér að neðan fer öldungis eitruð grein úr Stakki frá árinu 1981. Þarna er ekkert skafið utan af hlutunum en það mun hafa verið hinn hvassyrti Nonni Ben sem hélt á sjálfblekungnum (nema þetta hafi verið fjaðurstafur) og hefur greinilega verið í pirrugírnum Devil Nonni er frábær penni og þótt hér séu nafngreindir nokkrir af vinum okkar og vinkonum þá er nú svo langt um liðið að við getum ekki ímyndað okkur að nokkur erfi þetta í dag. Við bara urðum að birta þetta hér því Gubbi hafði haldið upp á Stakk og sendi okkur þessa grein. Við vekjum sérstaklega athygli á verði Stakks á þessum tíma sem var 5 krónur, þ.e. nýkrónur því þarna er myntbreytingin rétt gengin í garð ef ég man rétt. Allavega, njótið lestursins:

STAKKUR

29. árg.             Verð:  5 kr.             4. Tbl. 1981

 

AF GÖTURÆSISBOMBUM OG FLEIRA PAKKI!

Alltaf er eitthvað nýtt að hrella hinn heittelskaða skóla okkar. Nú er nýjasta fyrirbærið hin svonefndu gengi - hópar sem samanstanda af ofsalega köldum strákagreyjum, sem gera sér ekki grein fyrir því hvað þeir hafa sig að miklu athlægi. Pési Bomba, Billi , Siggi og nokkur önnur grátbólgin fyrirbæri hafa stofnsett hið ægilega gengi “lokka-klíkan”, en til þess að vera meiri töffarar í augum ungmeyjanna þá hafa þeir tekið upp á því að kalla sig “The Monks” en það hafa þeir sennilega fundið í einhverri alfræðiorðabókinni. Hryglunarkennt andlitsfarðaskum þeirra lýsir sér í silfurlituðum  glingureyrnalokk (líklega búið til úr ryðfríu kaffikönnustáli) og hrossakenndri pönkklippingu er minnir mann helst á afhausaða rýjamottu. Síðan ganga þeir um rífandi kjaft eins og þeir eigi staðinn með verndara sína þá Guðna axjón mann og Villa litla horgemling í broddi fylkingar, því að ekki er fyrir vöðvunum að fara á þessum pjökkum. Þá er það hveitiklíkan “The Street Thunder” eða Götubomburnar eins og það mun verða nefnt hér.  Að því stóðu alveg magnaðir töffarar á borð við fjölbrautarseggina Hemma og Krissa og svo grunnskólapeyjana Jóa Ásgeirs, Atla, Rúnna, Ragga feita, Svedda kvennagull og Bjössa. Auk þess höfðu þeir nokkrar kjarnorkupíur á borð við Heiðu rauðu, Júllu, Rúnu, Guðný og Laufeyju. Götubomburnar voru voða cool gengi, ofsa gæjar sem púa vindlinga og drekka ákavíti þegar svo ber undir. Þeir áttu engan einkennisbúning ennþá en vonandi verður fundin lausn á því von bráðar. Ætlunin var að þeir sem inna vébanda gengisins væru ættu að setja einhver svakaleg merki á sig með nafni þeirra, en það fór út um þúfur. Götubomburnar voru ógnvænlegt gengi sem sitja að sukki í hvert sinn er færi gefst í stað þess að fá sér eitthvað næringarríkt úr aldingörðum Suðurlands. Verið á varðbergi gagnvart þeim því þeir slefa á hvern sem á vegi þeirra verður. Svo er það náttúrulega tyggjóklíkan sem Hafliði, Brynjar og Siggi Sverrir eru forsprakkar fyrir. Hún er þó mun siðsamlegri og ætti því ekki að geta valdið tjóni á hinum almenna borgara. Njarðvíkingar létu ekki sitt eftir liggja og smöluðu nokkrum grautfúlum gúanó limum saman og útkoman varð hið misheppnaða Alfa-gengi. Vonandi láta þeir ekki sjá sig hér á opnum húsum og discotekum því þeim kynni að vera hent út. Nú er bara beðið eftir því  að stelpurnar stofni sitt eigið gengi, sem vonandi til mikillar ánægju fyrir okkur gæti skákað munkapjökkunum og göturæsisbombunum að ekki sé talað um gúanógengi þeirra Njarðvíkinga…………….

                                                                                                                                    Nannó

 

--  HEYRT Á SAL --

Heyrst hefur að lokkaklíkan fari til Jan Mayjen í júlíbyrjun. Þar ætla þeir að fara í hinn nýja skóla fyrir misheppnuð pönkfrík, að beiðni bæjarstjórnarinnar sem aðeins vill alvöru pönkara í bænum.  Þar eiga þeir að læra að meta góða pönktónlist og einnig eiga þeir að stunda íþróttir eins og keðjumeðferð, geragötíeyru og pönkhárgreiðslu. Skólastjórinn í pönkskólanum er hinn grænlensk-kínverski Hoja-Nía-Líú-La, en hann er Íslendingum að góðu kunnur fyrir harmónikkutónleikana á Sigló um árið.

 

 


Tölfræðilegar upplýsingar og eitthvað aðeins meira!

Árgangur 1965 hefur verið duglegur að koma saman og eiga góðar stundir. Við komum fyrst saman þegar við áttum tíu ára fermingarafmæli og höfum endurtekið leikinn á fimm ára fresti ... og geri aðrir betur! Þessar samkomur hafa einkennst af vináttu og kærleika. Við erum skólasystkini og minningar okkar munu ætíð tvinnast saman á einhvern hátt.

10 ára fermingarafmæli ... hmmm... litlar tölfræðilegar upplýsingar til um það en mætingin var góð og verðinu var örugglega stillt í hóf.  Skemmtunin var haldin í Samkomuhúsinu í Garði. Boðið var upp á veitingar, hlaðborð með ostum og snakki Smile Fólk kom með aðrar veigar í poka. Veislustjóri var Hafliði eða hann var allavega  einhverskonar skemmtanastjóri. Skemmtiatriði voru ekki af verri endanum, Gunni Odds, Gubbi og Gunni Palli fluttu lagið góða. Whistling Farið var í samkvæmisleiki og fólk grét af hlátri.  Síðan var brandarakeppni sem fór kannski aðeins úr böndunum en það kom ekki að sök þar sem allir skemmtu sér alveg með eindæmum vel og fólk var endurnært eftir að hafa hitt gamla skólafélaga og rifjað upp gömul og góð kynni. Til að kóróna skemmtunina var allt saman tekið upp á myndband Devil

15 ára fermingarafmæli. Árið 1994 hittumst við 9. apríl á Glóðinni, 84 skólafélagar mættu. Tekið var á móti stundvísum gestum með fordrykk og síðan var boðið upp á „mexico“ hlaðborð og var „sanngjarnt“  verð á barnum ½ lítri af bjór kostaði 450 kr.  Miðaverð var 1965 kr. Veislustjóri var Gísli Jóhannsson. Hver ræðumaður kvöldsins var, virðist hafa misfarist í skráningu. Aftur var lagið góða flutt en ég held að það hafi ég ekki fundist síðan! Farið var í samkvæmisleiki undir góðri stjórn Sigrúnar. Og auðvitað var myndbandið frá 10 ára veislunni sýnt. Blush

20 ára fermingarafmæli. Árið 1999 hittumst við 17. apríl og aftur á Glóðinni, mættir voru tæplega 93 skólafélagar – toppmæting- Tekið var á móti fólki með fordrykk og síðan boðið upp á hlaðborð  Útí bláinn. Miðaverð var 1999 kr. Bjórinn hafði lækkað í verði, lítill bjór á 300 og stór á 400! Veislustjóri var Unnur Sig. sem tók hlutverk sitt alvarlega og mætti í kirtli og alles. Ræðumaður var Gunni Odds og sló hann í gegn með skemmtilegri ræðu. Hjördís tók lagið og fékk góðar viðtökur. Mikið var dansað og þykir verst að ekki hafi verið tekið upp á myndband þegar hópurinn tók dansspor við YMCA lagið, undir góðri stjórn Guðbrandar – þvílíkir taktar. Fólk djammaði síðan langt fram á nótt.

25 ára fermingarafmæli. Árið 2004 hittumst við í Stapanum, miðaverði 2900 kr. Mætt voru 69 skólasystkini. Slakasta mætingin til þessa Crying þrátt fyrir að nefndin hafi reynt að smala fólki með símtölum líkt og stjórnmálamanna er lagið. En skemmtunin var sko ekki síðri en hinar, fyrir utan kannski diskótaktana á dansgólfinu – dansgólfið var ekki alveg að gera sig. Boðið var upp á fordrykk og síðan gæddi fólk sér á glæsilegu hlaðborði. Veislustjóri var Birgir Þórarinsson sem fór á kostum og ræðumaður var hinn alræmdi Halli Dean.

Og nú er það framhaldið ...sem er óskrifað blað...

Við ætlum að hittast 18. apríl og eiga góða stund saman. Núna ætlum við að fara dýpra, rifja upp skólagönguna - lestur – reikning – landafræði - „strákar á móti stelpum“ - gelgjutímabilið Cool Kissing Við ætlum að rifja upp athöfnina í kirkjunni Halo –hver fékk hláturskast? LoL - hver missteig sig? Sideways Við ætlum að  rifja upp góða takta í brennó – hver var alltaf kosinn höfðingi? Hverjir voru góðir í brennó og hverjir héldu að þeir væru góðir? Við ætlum einfaldlega að njóta dagsins. Síðan ætlum við að djamma og dansa. Sýna gamla diskótakta og rifja upp danssporin sem við lærðum hjá Heiðari Ástvalds. En síðast enn ekki síst ætlum við  bara að hafa gaman og njóta þess að vera til og vera í góðum hópi. Ég hvet ykkur til að vera með á vefsíðunni, skrifa í gestabókina, skrifa athugasemdir. Kveikjum í okkur brennóstemmingu og diskófíling og verið dugleg að skrá ykkur. Nú toppum við mætinguna W00t

Kveðja, Guðrún Birna.


Þetta er bara snilld, minnir á suma snillinga...


REIKNINGSNÚMER

Skráning á kvöldskemmtunina 18. apríl fer fram með greiðslu kr. 4800.-
Til að staðfesta þátttöku skal leggja inn á reikning í Sparisjóðnum í Keflavík:
1109-05-412472
kt. 051065-4849

Greiða þarf í síðasta lagi 5. apríl... en nefndin leggur til að fólk greiði fyrr ef kostur er Smile


Afstæði tímans

Sverrir Geirdal & Gulli TorfaÞað er alveg magnað hvað tíminn hefur verið okkur vingjarnlegur.  Ekkert af okkur hefur elst hætis hót.  Á sama tíma sér maður fólk úr öðrum árgöngum, jafnvel fólk yngra en okkur og signir sig í bak og fyrir yfir ólánsemi þeirra.  Það virðast allir eldast í takt við tímann nema við.

Sérstaklega fannst mér þetta áberandi á fundi undirbúningsnefndar um daginn.  Um leið og ég kom heim til Guðrúnar Birnu og settist í sófasettið, hallaði mér aftur og fór að hlusta á umræðurnar, var eins og ég væri kominn aftur í Gaggó.  Nína  enn sami íþróttagarpurinn.  Gunni Palli enn að redda málunum.  Dínóinn (Halli Dean) hélt um alla þræði,  þekkti númerin hjá öllum - held að hann hafi hringt til San Fransisco á fundinum til að reyna að ná í Inga til að redda grafík á heimasíðuna. 

Edda Rós með allt á hreinu og Guðrún Birna með listann,  ekkert má gleymast, Tobba eins og sól í heiði, alltaf brosandi.

Mér leið strax eins og ég væri innan um bestu vini mína,  þó ég hafi varla hitt nokkurt af félögum undirbúningsnefndarinnar síðan ég (og við öll) var sextán.

Þetta er einmitt ástæðan fyrir því hvað fermingarafmælin eru spes.  Þetta og sú staðreynd að við höfum bara alls ekkert elst!

Sverrir Geirdal


Hugrenningar um Holtaskóla

Það er nú ekki eins og maður hafi ekki farið lengra en til Reykjavíkur ( fyrir utan ógleymanleg skólaferðalög)  elska ég að ferðast og hef farið víða. Bjó t.d. í Danmörku í 5 ár, en bý núna í Reykjanesbæ ( sko suðurbænum,,,,, já ókey í Njarðvík) .

En við það að skoða nýju myndirnar frá opnu húsi og diskótekum þá brosi ég með sjálfri mér og hugsa um hve þetta var góður tími. En fer líka að leiða hugann að því að þarna eru börnin mín að ala manninn.

Það er að vísu búið að taka básana í salnum og bæta við hann en samt, stiginn, stofurnar, plötusnúðaherbergið og skrifstofan þar sem Hera var, allt er þarna enn. Meiraðsegja eru Hólmfríður, Ástríður, Ásgeir, Björn Víkingur, Guðbjörg Ingimundar, Sigga Bílddal, og Jóhann Geirdal (sá sem leyfði okkur að fara á salernið án þess að spyrja um leyfi) öll enn að starfa í Holtaskóla.
En margir samnemendur okkar hafa kennt og eru að kenna börnunum mínum, t.d. Hanna Björns, Erla Vilbergs, Siggi Ingimundar, Guðbrandur og svo hefur Þurý Þorkels verið innan handar í sundmiðstöðinni.

Svo hafa börnin mín verið með börnum skólafélaganna í bekk, í gegn um árin og núna eru það  börn Ellu Möggu, Rósu Víkings og Bryndísar Heimis sem eru með yngsta barninu mínu í 3.bekk og má segja að öll eiga þau mjööööööööög ungar mæður.

Ég hlakka til að hitta ykkur kæru skólafélagar og vona að sem flestir láti nú sjá sig. Við megum teljast heppin þar sem einungis einn er farinn yfir móðuna miklu, en það er hann Brynjar sem var í K-bekknum.

Diskókveðja frá Ingu Teits


Mikið af mannkostum

30 ára fermingaafmæli... manni fannst það nú alveg nógu slæmt á sínum tíma að verða þrítugur, hvað þá að bæta heilum fjórtán árum við. En þegar öllu er á botninn hvolft þá venst þetta bara ótrúlega vel... þ.e. að eldast. Eitt af því skemmtilega við að eldast er að maður verður alltaf ríkari og ríkari af minningum. Fyrir mér voru árin  sem ég átti með ykkur mjög skemmtileg, þarna eignaðist maður vini fyrir lífstíð... steig sín fyrstu skref í átt að manni... með öllum þeim feil- og gæfusporum sem slík ganga kostar.

Ég  er ekki frá því að þetta sé einn al-þéttasti hópur sem komið hefur upp í Keflavík og er það ekkert bara útaf Halla Dean og Gunna Palla... Tounge heldur vegna hinna miklu mannkosta sem í hópnum er að finna. Það er sama hvert litið er, við eigum mikið af afbragðs fólki.

Það sem sameinar okkur er gleðin og sorgin... töpin og sigrarnir... pönkið og diskóið. Það er mín tilfinning að taugin til þessa hóps verði alltaf sterkari og sterkari eftir því sem árin líða. Mínar skemmtilegust stundir eru með mínum æskuvinum, hlakka til að sjá ykkur gott fólk, ég mun mæta sprækur þann 18. apríl... Hvað varðar myndir þá hef ég grun um að þær hafi lent í ruslinu í einni tiltektinni. En mér sýnist aðrir vera að standa sig býsna vel í þeim efnum. Ég vill þakka Halla Dean og nefndinni fyrir að taka þetta vandasama  verk að sér... vel að verki staðið.

Gunni Odds


Hver heimsækir...?

Okkur í nefndinni langar að biðja ykkur sem kíkið á síðuna að skrifa endilega í gestabókina og/eða skrifa athugasemdir við færslurnar. Við fáum mikið að heimsóknum en viðbrögðin mættu vera meiri.

SKRIFA Í GESTBÓKINA LÁTA VITA AF SÉR... og ekki verra að láta vita hvort þið ætlið að mæta.

EN AUÐVITAÐ ÆTLIÐ ÞIÐ ÖLL AÐ MÆTA Á ÞETTA FRÁBÆRA REUNION... Cool

Svo mega auðvitað allir skrifa pistla og/eða minningarbrot og senda okkur.

Koma svo vera virk!!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband