Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2014

35 ára fermingarafmæli

Þann 29. mars 2014 var komið að því að við í árgangi 1965 frá Keflavík héldum upp á 35 ára fermingarafmælið okkar. Við héldum fyrst upp á þennan áfanga 1989 og höfum hist á fimm ára fresti síðan.
 
Eftirvæntingin var mikil á laugardaginn, við byrjuðum á að hittast í Keflavíkurkirkju þar sem við minntumst látinna skólafélaga, skoðuðum kirkjuna, kapelluna og safnarheimilið. Sumir fóru og mátuðu kirtla og rifjuðu upp minningar úr kjallaranum í kirkjunni þegar eftirvæntingin var sem mest á fermingardaginn. Síðan var farið í gamla hf húsið þar hugmyndin var að vera með púttmót en það varð lítið úr því og fólk var fljótt að bruna á kaffi Duus þegar Guðbrandur gaf grænt ljós á að fólki mætti fá sér bjór. Sumir voru reyndar búnir að fá sér smá messuvín í kirkjunni og bjóða með sér. Villingaskapurinn eldist víst seint af fólki og sú sem bauð upp á messuvínið var sú sama og fékk hláturskast í fermingarathöfninni þann 1. apríl 1979 sem endaði með að hin bestu börn voru farin að hlæja í kirkjunni og það þótti sko ekki flott í den.
 
Þegar fólk var aðeins búið að væta kverkarnar á DUUS var haldið í Hljómahöllina (Stapann) þar sem allt var á fullu að gera húsið tilbúið fyrir opnun sem vera á um næstu helgi. Við fengum góðar móttökur og skoðuð húsið undir vökulum augum iðnaðarmanna sem voru nú ekkert yfir sig hrifnir að því að fá fullt að fólki í hálfklárað verk, en við höguðum okkur mjög vel. Hugmyndin var að taka myndir af bekkjunum eins og þeir voru í 9. bekk en fólk var ekki alveg með á hreinu með hverjum þeir höfðu verið í gaggó svo ákveðið var að taka myndir af bekkjunum eins og þeir voru í 6. bekk. Einhverjir höfðu bæst í hópinn þegar við byrjuðum í gaggó og þeir náðust saman á mynd. Mikill kærleikur og gleði ríktu og ekki laust við að fólki hlakkaði til kvöldsins.
 
Eitthvað var um fyrirpartý, utanbæjarfólkið gisti á Hótel Keili á Hafnargötunni og gaman að sjá þegar strollann gekk saman eftir Hafnargötunni með gleði í hjarta og í miklu stuði.
 
Þegar í KK húsið var komið var stemmingin strax afskaplega góð. Guðbrandur stjórnaði skemmtuninni að sinni alkunnu snilld, undirbúningsnefndin hafði gert salinn huggulegan og gamlar skólamyndir voru á öllum borðum. Hið einstaka myndband sem við gerðum þegar við héldum upp á 10 ára afmælið var sýnt á skjá og óhætt að segja að þetta myndband er skemmtileg og ómetanleg heimild um þennan árgang. Reynt var að halda út léttri dagskrá en stuðið í salnum var rafmagnað og þegar dagskránni lauk rauk fólk á dansgólfið og varð bara alveg tryllt að gleði og í þessum líka diskófíling. Við urðum bara öll unglingar aftur þar sem allir voru jafnir, allir brosandi, allir glaðir og allir að skemmta sér vel. Gleðin var allsráðandi og óhætt að segja að þessi árgangur er einstakur og bestur. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband