Já, sæll...!

Við áttum ótrúlega skemmtilegan dag í gær. Byrjuðum í kirkjunni klukkan tvö, næstum 50 manns mættu, ótrúlega góð mæting. Síðan var arkað af stað í Myllubakkaskóla (sumir reyndar latir eða illa klæddir og fóru á bíl Smile ) En í skólanum bættust fleiri í hópinn og tveir „gamlir“ kennarar komu og voru með, þeir Ingólfur og Steinar. Í íþróttahúsinu var farið í leiki undir glimrandi stjórn Guðbrandar. Mikið fjör á liðinu, sumir skelltu andlitinu í vegginn, sumir pompuðu á rassin, sumir fengu boltann í andlitið og svo voru bara aðrir ógeðslega klárir í að sveifla stúlkum í kringum sig, aðrir voru ótrúlega góðir í polka og enn aðrir alveg brilljant í brennó en aðrir stóðu bara alls ekki undir væntingum, en það kom ekki að sök þar sem allir skemmtu sér konunglega. Eftir að fólkið var búið að pústa eftir öll hlaupin var skólinn skoðaður. Fólk minnist þess þegar það var sent í ljós, allir sátu saman á nærbuxunum einum saman og með svört gleraugu og það kom á óvart hvað stofurnar voru eitthvað litlar! Endað var á að skoða smíðastofuna og þar var bara allt eins og áður, ótrúlegt eftir 30 og eitthvað ár. Síðan var farið í Holtaskóla og þar tók Jóhann Geirdal „gamall“ kennari okkar og núverandi skólastjóri á móti okkur. Þar rölti fólk um og rifjaði upp gamlar minningar. Hluti hópsins fór síðan á leiði Brynjars í gamla Kirkjugarðinum við Aðalgötu og kveikt var á kerti til minningar um hann.
Margir fóru í fyrirpartý og áttu góða stund. Fólk mætti á ótrúlega góðum tíma í KK salinn. Fólk byrjaði á að fara á „Lúbarinn“ og ná sér í veitingar. Fólki var gert að draga um sæti við mismikla ánægju, en flestir voru nú bara ánægðir með það, og eftir á að hyggja er nefndin mjög ánægð með að hafa blandað fólki. Borhald fór vel fram og var mikil ánægja með matinn. Spurning á hvaða borði mesta fjörið var, var það í Nýja bíó, Kobbabúð eða Kyndli? Skemmtiatriðin voru svaka fín og ræðumaður kvöldsins stóð sig vel. Fólk var síðan farið að iða í skinnið að komast á dansgólfið og þegar DJinn fór af stað varð bara allt vitlaust á gólfinu. Sumir sýndu gamla takta og aðrir sýndu alveg nýja og vel stílfærða takta. Samkoma fór fram með besta móti, og var henni líkt við góðtemplaraskemmtun af staðarhaldara, svo góð var umgengnin. Óvæntir gestir litu við, hluti af „65 árganginum í Njarðvík, en hann hélt upp á sitt afmæli á Kaffi DUUS. Fólk virtist skemmta sér mjög vel og við gætum trúað að bros sé enn á vörum margra eftir kvöldið. Sumir fóru á bæjarrölt sem var nú eitthvað smá mislukkað, tónlistin ekki alveg að höfði fólks á okkar aldri Tounge Við þökkuð ykkur bara fyrir frábæran dag og vonum að við sjáumst öll aftur eftir fimm ár, jafnhress og jákvæð. Við ítrekum að fólk sendi okkur tölvupóstfangið sitt á netfangið keflavík1965@gmail.com þá er auðveldara fyrir okkur að hafa samband við ykkur, þegar að undirbúningi næsta afmælis verður Cool Cool OG ENDILEGA SENDIÐ OKKUR MYNDIR TIL AÐ SETJA Á SÍÐUNA ...

Kveðja,
NEFNDIN


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband