Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
You're the one that I want!
25.2.2009 | 23:51
Enn og aftur velkomin til memmorí lein! Núna eru komnar inn ýmsar myndir Ítarefnismöppuna. Þarna er að t.d. að finna ritgerðir fermingarbarna, leiðbeiningar til ungra stúlkna (don't even go there, ég veit ekkert hvað þetta er!), blaðaúrklippur af greinum um mynd myndanna, Grease, og magnaðar myndir af Greasekvöldi í Gaggó svo fátt eitt sé nefnt! Trúið mér. Þeim mun meira sem þið sendið, þeim mun glæsilegra verður þetta!
Well this car is automatic, it's systematic, it's hydromatic...
Why it's greased lightnin'!
Bloggar | Breytt 27.2.2009 kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Áfram streyma inn myndir
22.2.2009 | 11:59
Bloggar | Breytt 23.2.2009 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
En bætast við myndir
19.2.2009 | 00:06
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fermingarafmælin '89 og '94
16.2.2009 | 10:43
Bloggar | Breytt 18.2.2009 kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndir, myndir, myndir!
14.2.2009 | 14:16
Jæja kæru félagar. Nú hrúgast inn myndir og ég get sagt ykkur að það tekur tímann sinn að setja þetta inn því maður er dottinn inn í "nostragíuskoðunarhaminn" um leið. Hér eru myndir úr skíðaferðalagi, einhverju öðru ferðalagi (sem fóru inn í albúm með myndum úr Gaggó) og svo allskyns bekkjamyndir og fleira. En mikill vill meira og nú bið ég alla sem vettlingi geta valdið að senda mér myndir eins og þið getið. Sérstaklega væri gaman að fá af ykkur fermingamyndir, bæði hópmyndir (aðeins tvær komnar þegar þetta er skrifa) og einstaklingsmyndir (þið vitið t.d. þessa í kirtli með Nýja testamentið sem er af Tobbu hér með þessari færslu eða í fermingafötunum). Okkur vantar fullt. Einnig gjarnan bara allar myndir teknar við ýmsar uppákomur í árgangnum og þá má þetta vera frá barnaskólaárunum líka. Endilega hafið líka sambandi við alla innan ykkar vinahóps sem eiga myndir og sendið mér þetta skannað. Og skrifið í gestabókina, og sendið pistla, og takið daginn frá og svo framvegis. Missum okkur bara í þessu
Kv.
Haraldur Dean Nelson (Halli Dean)
Bloggar | Breytt 19.2.2009 kl. 11:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bekkurinn minn og þinn
12.2.2009 | 22:53
Þetta er 6. JG. Ég man þetta nú ekki alveg 100% en held að við höfum fermst árið eftir, eða fermdust við eftir 7. bekk? Þið munið þetta kannski, allavega vorum við ofursvöl þarna. Allir að undirbúa glæstan feril í módelbransanum. Gunni Odds með hönd á hjarta, strax kominn í stellingar undir þjóðsöngnum á Laugardagsvelli. Stelpurnar hverri annarri fallegri, vel til hafðar og ábúðafullar. Bæjarstjórinn brosmild og til í opinn borgarafund (Ætli þeir fyrir norðan viti að Sigrún er Keflvíkingur...;-) Unnur strax ákveðin í að kasta spjóti lengra og lyfta allskonar ofsalega þungu dóti og henda því langt út á iðagrænan völlinn.
Ég er að sjá það núna að það eru tveir tannlæknar í hópnum, gott að vita það þegar þarf að upgreida stellið. Ef Jói Geirdal væri ekki með skegg gæti hann verið einn af okkur, svo unglegur og flottur. Ég veit ekki með ykkur en mig hlakkar mikið til að hitta allt þetta efnilega fólk 30. árum síðar. Ætli Gunni sé enn í landsliðinu? Hvar er Gulli Torfa? Man ekki eftir að hann hafi mætt á fyrri fermingarafmæli. Nú eða Gróa? Hef ekki séð hana síðan hún gaf mér kettling eða tvo á Faxabrautinni. Og hvar eru Drabba og Aldís?
Sjáumst í fermingarafmælinu þann 18. apríl n.k í KK húsinu, dagskrá auglýst síðar! Boðskort í hönnun og allt.
Sverrir Geirdal
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30. ára Fermingarafmæli / Árgangsskemmtun 18. apríl
9.2.2009 | 09:32
Árið 1979 fermdist föngulegur hópur barna í Keflavíkurkirkju. Ungmenni uppfull af hormónum með miklar væntingar til framtíðarinnar. Þessi hópur hefur verið duglegur að minnast gamalla tíma og koma saman. Á fimm ára fresti höfum við haldið upp á unglingsárin og skemmt okkur saman átt góðar stundir, dansað sungið hlegið ... you name it!
Árin hafa leikið okkur misvel...
sumir eru myndarlegri en þeir voru aðrir eru klárari en þeir voru og enn aðrir eru bara alveg eins og munu aldrei breytast
EN NÚ ER KOMIÐ AÐ ENDURFUNDUM::::
30 ára Fermingarafmæli / Árgangsskemmtun
Undibúningur er hafinn að fermingarafmæli 1965 árgangsins úr Keflavík. Áætlað er að halda skemmtunina þann 18. apríl nk. í KK salnum í Keflavík. Undirbúningsnefnd hefur haldið einn fund og áorkað miklu
Veislustjóri og ræðumaður hafa verið ráðnir... Upplýst verður síðar hverjir það eru...
Við setjum inn á bloggsíðuna nánari upplýsingar fljótlega.
Undirbúningsnefnd óskar eftir að fá myndir sem hægt er að nota á bloggsíðuna sem og skemmtiefni hverskonar. Endilega dustið rykið af myndunum og sendið þær á Halla Dean á netfangið: keflavik1965@gmail.com.
MUNIÐ LAUGARDAGINN 18. APRÍL 2009 ...
HITTUMST OG EIGUM GÓÐAR STUNDIR ...
Endilega látið þetta berast til jafnaldra okkar...
Bloggar | Breytt 8.4.2009 kl. 14:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)