Gunnar Már - myndadiskur og DVD

Gubbi sendi okkur þessa færslu:

Keypti tvo diska af Gunnari Má. Annar með ríflega 500 myndum frá öllum afmælunum okkar og hinn er DVD diskur fá '89 afmælinu í Garðinum.

Ligg hér í krampa og nettu áfalli yfir danstöktunum, tískunni og 23 ára "baby-lookinu" á þessum krakkagrislingum. Stelpurnar allar í pilsum og með slaufu í hárinu og drengirnir með bindi og í hvítum sokkum við "dressin". Þvílík stemming sem hefur verið þarna "How low can you go"!

Síðan virðist eitthvert brandaraþema hafa verið í gangi þarna. Ótrúlegur fjöldi sem að stígur á stokk og segir brandara. Síðan eiga Atli og Nonni Ben góða sveiflu-sýningu þarna. Börnunum mínum finnst ótrúlegt að sjá taktana og þetta fullorðna fólk geti látið svona.

Geggjað !

Glæsilegt hjá Gunnari Má að vera búinn að koma þessu á diska. Ég veit að hann er til í að selja þetta fyrir lítinn pening ef fólk hefur áhuga á að nálgast þetta. Gunnar Már Jakobsson, held að farsímanúmerið hans sé 663 1505 eða 863 5030.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband