It's happening! Dagskráin á morgun í grófum dráttum...

Kl. 10 hefst GunnaPallagolfmótið í Sandgerði. Veglegir vinningar í boði fyrir hin ýmsu afrek! Enn hægt að skrá sig hjá Gunna Palla og kvenpeningurinn er sérstaklega hvattur til dáða að láta nú ekki drengina eina um að hitta í holurnar, enda hefur það ekki reynst farsælt gegnum árin. Farsælast er að hafa bæði kynin taki þátt í þessu þótt þess sé alls ekki krafist.

Kl. 14 mætum við stundvíslega í Keflavíkurkirkju. Þar tekur séra Skúli á móti okkur og við minnumst látins fermingabróður, Brynjars Þórs Ingasonar.

Eftir kirkjuferðina verður farið Myllubakkaskóla og nú hefst baráttan fyrir alvöru. Skipt verður í lið, bæði klapplið og keppnislið, í brennó og síðan hefst orrahríðin. Ef einhver kemur með snú snú band verður líka hægt að fara í snú snú, eða parís, eða teygjó eða „hver stal krukkunni úr krúsinni í gær“ eða eitthvað sem ykkur dettur í hug. Whatever, eftir það eða á undan, who cares, verður gamli barnaskólinn okkar skoðaður en þið þurfið þó hvorki að stautast í gegnum Gagn og gaman né Litlu gulu hænuna. Allt verður þetta undir styrkri stjórn Guðbrands Stefánssonar sem stýrir þessu með aga íþróttakennarans.

Eftir heimsóknina og brennómótið göngum við fylktu liði upp í Gaggó, nú Holtaskóli, og þar mun Jóhann Geirdal skólastjóri taka á móti okkur. Það er í lagi að fá sér grænan frostpinna á leiðinni, ef hægt að fá hann ennþá, en hvorki er hægt að fá Spur né Miranda. Þó er hægt að fá sér litla kók og lakkrísrör, eða kókómjólk og snúð! En þetta var útidúr. Allavega, Gubbi mun síðan leiða okkur í gegnum gamla Gaggann okkar sem nú er orðinn heilsetinn grunnskóli. Líkt og í barnaskólanum verða þarna heldur engin verkefni, en þeir sem vilja mega auðvitað rifja upp kvíslgreiningu og diffrun finni þeir hjá sér ríka þörf.

Eftir þessar nostralgíur verður gert hlé á formlegri dagskrá svo þeir sem hrufluðu sig og rifu í brennó eða öðru aktíviteti geti hress sig við og síðan ýmist safnað kröftum fyrir kvöldið eða aukið snúningshraðann í forteitum sem einhver bjóðast.

Kl. 19 opnar síðan KK húsið og borðhaldið hefst stundvíslega kl. 20. Og mæta PRONTO enda kokkurinn þekktur fyrir að vera snar í snúningum og þið viljið ekki missa agnarögn af hinni mögnuðu, stórkostlegu, ofurdagskrá kvöldsins. Hvað fram fer er háleynilegt enda hefð fyrir því að what happens in fermingarafmælunum stays in fermingarafmælum! Þó hefur hvissast út að „Lagið“ fræga muni kannski rifjað upp. Þá hefur einnig heyrst af því að ónefndur skólabróðir okkar, sem margir líka við Bowie, mæti jafnvel með spónhörpu sína og söngrödd. Ýmsar myndir eru til, meira segja hreyfimyndir í lit, sem erfitt er að horfa á í dag blygðunarlaust Blush og þar fram eftir götunum. Þá dregur enginn í efa að ræðusnillingur kvöldsins muni láta gamninn geysa og allt fer þetta fram undir styrkri stjórn fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Getum ekki beðið eftir að sjá ykkur... en verðum að gera það... þangað til að morgun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá, alveg glæsileg dagskrá hjá ykkur.  Óska ykkur öllum góðrar skemmtunar og verð með ykkur í anda. 

Með kveðju frá Bretlandi

Ása (Einars :-)

Ps. og vonast til að eitthvað leki út eftir helgi

Ása (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband