Hugrenningar um Holtaskóla

Það er nú ekki eins og maður hafi ekki farið lengra en til Reykjavíkur ( fyrir utan ógleymanleg skólaferðalög)  elska ég að ferðast og hef farið víða. Bjó t.d. í Danmörku í 5 ár, en bý núna í Reykjanesbæ ( sko suðurbænum,,,,, já ókey í Njarðvík) .

En við það að skoða nýju myndirnar frá opnu húsi og diskótekum þá brosi ég með sjálfri mér og hugsa um hve þetta var góður tími. En fer líka að leiða hugann að því að þarna eru börnin mín að ala manninn.

Það er að vísu búið að taka básana í salnum og bæta við hann en samt, stiginn, stofurnar, plötusnúðaherbergið og skrifstofan þar sem Hera var, allt er þarna enn. Meiraðsegja eru Hólmfríður, Ástríður, Ásgeir, Björn Víkingur, Guðbjörg Ingimundar, Sigga Bílddal, og Jóhann Geirdal (sá sem leyfði okkur að fara á salernið án þess að spyrja um leyfi) öll enn að starfa í Holtaskóla.
En margir samnemendur okkar hafa kennt og eru að kenna börnunum mínum, t.d. Hanna Björns, Erla Vilbergs, Siggi Ingimundar, Guðbrandur og svo hefur Þurý Þorkels verið innan handar í sundmiðstöðinni.

Svo hafa börnin mín verið með börnum skólafélaganna í bekk, í gegn um árin og núna eru það  börn Ellu Möggu, Rósu Víkings og Bryndísar Heimis sem eru með yngsta barninu mínu í 3.bekk og má segja að öll eiga þau mjööööööööög ungar mæður.

Ég hlakka til að hitta ykkur kæru skólafélagar og vona að sem flestir láti nú sjá sig. Við megum teljast heppin þar sem einungis einn er farinn yfir móðuna miklu, en það er hann Brynjar sem var í K-bekknum.

Diskókveðja frá Ingu Teits


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband