Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Nýjar myndir!

argang65046 editedMagga P. sendi okkur myndir frá stuðinu 18. apríl síðastliðinn og kunnum við henni miklar þakkir fyrir. Endilega takið hana til fyrirmyndar og sendið okkur fleiri myndir. Inga Teits sendi okkur líka myndir frá afmælinu 2004. Bestu þakkir fyrir þær líka. Allar þessar myndir eru nú komnar inn. Njótið vel.

Gunnar Már - myndadiskur og DVD

Gubbi sendi okkur þessa færslu:

Keypti tvo diska af Gunnari Má. Annar með ríflega 500 myndum frá öllum afmælunum okkar og hinn er DVD diskur fá '89 afmælinu í Garðinum.

Ligg hér í krampa og nettu áfalli yfir danstöktunum, tískunni og 23 ára "baby-lookinu" á þessum krakkagrislingum. Stelpurnar allar í pilsum og með slaufu í hárinu og drengirnir með bindi og í hvítum sokkum við "dressin". Þvílík stemming sem hefur verið þarna "How low can you go"!

Síðan virðist eitthvert brandaraþema hafa verið í gangi þarna. Ótrúlegur fjöldi sem að stígur á stokk og segir brandara. Síðan eiga Atli og Nonni Ben góða sveiflu-sýningu þarna. Börnunum mínum finnst ótrúlegt að sjá taktana og þetta fullorðna fólk geti látið svona.

Geggjað !

Glæsilegt hjá Gunnari Má að vera búinn að koma þessu á diska. Ég veit að hann er til í að selja þetta fyrir lítinn pening ef fólk hefur áhuga á að nálgast þetta. Gunnar Már Jakobsson, held að farsímanúmerið hans sé 663 1505 eða 863 5030.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband