Við minnumst Brynjars Þórs
15.4.2009 | 21:14
Við minnumst Brynjars Þórs Ingasonar sem lést 27. febrúar 1983 eftir bílslys í Las Vegas, aðeins 18 ára gamall, en hann var fæddur 19. janúar 1965. Slysið varð með þeim hætti að ölvaður ökumaður ók á Brynjar Þór og tvo félaga hans þegar þeir voru rétt komnir út úr kvikmyndahúsi. Brynjar Þór lést af sárum sínum skömmu síðar en félagar hans slösuðust talsvert. Þegar slysið varð hafði Brynjar Þór búið í Bandaríkjunum í tæp tvö ár ásamt móður sinni og fósturföður. Hann var jarðsettur frá Keflavíkurkirkju 12. mars 1983 og hvílir í Keflavíkurkirkjugarði við Aðalgötu. Við munum minnast Brynjars Þórs á laugardaginn. Blessuð sé minning góðs drengs.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.