Matseðill og veitingar
14.4.2009 | 21:28
Matseðill kvöldsins er ekki að verri endanum!
Hjólaskautakóngurinn og diskódansarinn Gunni Palli mun elda handa okkur glæsilegan kvöldverð.
Aðalréttur
Vorlamb á hjólaskautum með portvínssósu, fylltum kartöflum og villisveppum
Eftirréttur
Funheit diskódansandi Súkkulaðikaka með Grand mariner rjóma
Vinsamlegast látið okkur vita ef um einhverjar sérþarfir er að ræða, s.s ef þið hafið ofnæmi eða eruð grænmetisætur eða ef eitthvað annað er sem gæti dregið úr matarást viðkomandi á matseðlinum hér að ofan.
Ekki er ætlast til að fólk komið með eigin veitingar enda verður borðvín selt á góðu verði ásamt öðrum veigum sem eru nauðsynlegar á kvöldum sem þessum. Við hvetjum fólk til að vera búið að koma við í hraðbankanum og hafa íslenskar nýkrónur á takteinunum ef hægt er til að afgreiðslan gangi hraðar fyrir sig.
Hér er líka boðskortið góða fyrir þá sem vilja rifja upp upplýsingarnar á því.
Og svona til að uppfæra upplýsingar um skráningu þá eru stefnir í að við förum yfir 90 manns!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.