Tölfræðilegar upplýsingar og eitthvað aðeins meira!
20.3.2009 | 19:11
Árgangur 1965 hefur verið duglegur að koma saman og eiga góðar stundir. Við komum fyrst saman þegar við áttum tíu ára fermingarafmæli og höfum endurtekið leikinn á fimm ára fresti ... og geri aðrir betur! Þessar samkomur hafa einkennst af vináttu og kærleika. Við erum skólasystkini og minningar okkar munu ætíð tvinnast saman á einhvern hátt.
10 ára fermingarafmæli ... hmmm... litlar tölfræðilegar upplýsingar til um það en mætingin var góð og verðinu var örugglega stillt í hóf. Skemmtunin var haldin í Samkomuhúsinu í Garði. Boðið var upp á veitingar, hlaðborð með ostum og snakki Fólk kom með aðrar veigar í poka. Veislustjóri var Hafliði eða hann var allavega einhverskonar skemmtanastjóri. Skemmtiatriði voru ekki af verri endanum, Gunni Odds, Gubbi og Gunni Palli fluttu lagið góða. Farið var í samkvæmisleiki og fólk grét af hlátri. Síðan var brandarakeppni sem fór kannski aðeins úr böndunum en það kom ekki að sök þar sem allir skemmtu sér alveg með eindæmum vel og fólk var endurnært eftir að hafa hitt gamla skólafélaga og rifjað upp gömul og góð kynni. Til að kóróna skemmtunina var allt saman tekið upp á myndband
15 ára fermingarafmæli. Árið 1994 hittumst við 9. apríl á Glóðinni, 84 skólafélagar mættu. Tekið var á móti stundvísum gestum með fordrykk og síðan var boðið upp á mexico hlaðborð og var sanngjarnt verð á barnum ½ lítri af bjór kostaði 450 kr. Miðaverð var 1965 kr. Veislustjóri var Gísli Jóhannsson. Hver ræðumaður kvöldsins var, virðist hafa misfarist í skráningu. Aftur var lagið góða flutt en ég held að það hafi ég ekki fundist síðan! Farið var í samkvæmisleiki undir góðri stjórn Sigrúnar. Og auðvitað var myndbandið frá 10 ára veislunni sýnt.
20 ára fermingarafmæli. Árið 1999 hittumst við 17. apríl og aftur á Glóðinni, mættir voru tæplega 93 skólafélagar toppmæting- Tekið var á móti fólki með fordrykk og síðan boðið upp á hlaðborð Útí bláinn. Miðaverð var 1999 kr. Bjórinn hafði lækkað í verði, lítill bjór á 300 og stór á 400! Veislustjóri var Unnur Sig. sem tók hlutverk sitt alvarlega og mætti í kirtli og alles. Ræðumaður var Gunni Odds og sló hann í gegn með skemmtilegri ræðu. Hjördís tók lagið og fékk góðar viðtökur. Mikið var dansað og þykir verst að ekki hafi verið tekið upp á myndband þegar hópurinn tók dansspor við YMCA lagið, undir góðri stjórn Guðbrandar þvílíkir taktar. Fólk djammaði síðan langt fram á nótt.
25 ára fermingarafmæli. Árið 2004 hittumst við í Stapanum, miðaverði 2900 kr. Mætt voru 69 skólasystkini. Slakasta mætingin til þessa þrátt fyrir að nefndin hafi reynt að smala fólki með símtölum líkt og stjórnmálamanna er lagið. En skemmtunin var sko ekki síðri en hinar, fyrir utan kannski diskótaktana á dansgólfinu dansgólfið var ekki alveg að gera sig. Boðið var upp á fordrykk og síðan gæddi fólk sér á glæsilegu hlaðborði. Veislustjóri var Birgir Þórarinsson sem fór á kostum og ræðumaður var hinn alræmdi Halli Dean.
Og nú er það framhaldið ...sem er óskrifað blað...
Við ætlum að hittast 18. apríl og eiga góða stund saman. Núna ætlum við að fara dýpra, rifja upp skólagönguna - lestur reikning landafræði - strákar á móti stelpum - gelgjutímabilið Við ætlum að rifja upp athöfnina í kirkjunni hver fékk hláturskast? - hver missteig sig? Við ætlum að rifja upp góða takta í brennó hver var alltaf kosinn höfðingi? Hverjir voru góðir í brennó og hverjir héldu að þeir væru góðir? Við ætlum einfaldlega að njóta dagsins. Síðan ætlum við að djamma og dansa. Sýna gamla diskótakta og rifja upp danssporin sem við lærðum hjá Heiðari Ástvalds. En síðast enn ekki síst ætlum við bara að hafa gaman og njóta þess að vera til og vera í góðum hópi. Ég hvet ykkur til að vera með á vefsíðunni, skrifa í gestabókina, skrifa athugasemdir. Kveikjum í okkur brennóstemmingu og diskófíling og verið dugleg að skrá ykkur. Nú toppum við mætinguna
Kveðja, Guðrún Birna.
Athugasemdir
Frábær pistill GBG.....
Unnur Sig. (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 12:53
Flott samantekt GB og gaman að renna í gegn um þetta. Ég man ekki betur en að hafa alltaf mætt nema´99 og ætla að sjálfsögðu að mæta núna. Í hvaða rykfallna skúmaskoti liggur þessi video upptaka úr Garðinum ? Er hún ennþá til eða gerði Kvikmyndaeftirlitið hana upptæka? Ég man ekki betur en sjálfur svolinn Tommi VideoKing hafi tekið þetta upp á Elvis gallanum að undirlagi Barkar Birgissonar á sínum tíma.......
Jón Ben (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 13:58
Ég treysti því að Gunnar Már sé með upptökuna.....?
Reddum kannski videótæki og sýnum myndbandið..hummm..kemur í ljós
Guðrún (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 14:37
Það væri sennilega ráð að færa þetta myndband yfir á DVD. Þá væri líka auðvelt að mæta með skjávarpa og henda þessu upp á vegg.
Halli Nelson, 25.3.2009 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.