Sverrir Geirdal, Kalli Jóns, Gulli Torfa og Gunni Odds

Hljómsveitarmyndin er tekin á bekkjarkvöldi og eru þar taldir frá vinstri, Sverrir Geirdal, Kalli Jóns, Gulli Torfa og Gunni Odds til gamans má geta að fyrir aftan stendur Björn Árna sem að síðar meir spilaði á bassa fyrir Síðan skein sól, og er greinilegt hvar hann hefur fengið áhuga fyrir því.

Bætt í albúm: 6.3.2009

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er mögnuð mynd, man þetta eins og það hafi gerst í gær. Pabbi hans Gulla smíðaði gítarana og sprautaði. Þeir voru listilega gerðir á alla lund. Sérstaklega voru girnisstrengirnir þéttir. Gítararnir þjónuðu tilgangi sínum fullkomlega án þess þó að gefa frá sér eitt einasta hljóð. Það kom frá Telefunken kasettutæki á bak við kennaraborðið.

Sveitin hét Kiss Kiss (sjáiði ekki málninguna...) og tókum við bara Kiss lög. Því miður gátum við ekki komist í hvíta eða svarta andlitsmálningu og því var snyrtiveskið hennar mömmu notað og það næst besta notað...

Kannski er kominn tími á Come back ;-)

Sverrr

Sverrir Geirdal (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og tíu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband